Hvernig Sökk Bismarck
Smíði Bismarck
Smíði Bismarcks hófst 1 júlí 1936 og lauk 14 febrúar 1939. Skipið kostaði 407,007,071,900.00 Krónur. Skipafyrirtækið Blohm og Voss smíðaði skipið í Hamburg fyrir þýska sjóherinn og er þetta fyrirtæki ennþá til í dag.
Um borð í skipinu var gert ráð fyrir 103 yfirmönnum og í kringum 2000 hermönnum.
Þátttaka í Stríðinu
Sigling Bismarcks hófst þann 19 maí 1941. Bismarck sigldi milli Danmörku og Svíþjóðar. Meðan Bismarck var hjá Svíþjóð sáu sænskar herflugvélar Bismarck og Prince Eugen og létu Breta vita af að Bismarck væri að koma. Bismarck sigldi síðan þaðan til Íslands og fram hjá Grænlandi.Þann 23 maí 1941 sigldu Bismarck og Prince Eugen fram hjá Íslandi og yfir Grænlandssundið. Á sama tíma sigldu líka HMS Hood og HMS Prince of Wales yfir Grænlandssundið. Þann 24 maí 1941 klukkan 6 um morguninn kemur Hood auga á Bismarck og byrjar að skjóta í áttina að Bismarck. Bismarck sér Hood og byrjar þá að skjóta til baka. 10 mínútum seinna hitti Bismarck Hood. Bismarck hitti beint í sprengiefnin um borð hjá Hood, og tók það bara Hood um 3 mínútur að sökkva. 1415 breskir hermenn dóu og lifðu einungis 3 af árásina. Prince of Walse sigldi í burtu.