top of page

Hvernig Sökk Bismarck

Arrow Down

Smíði Bismarck

fdsfds.jpg

Smíði Bismarcks hófst 1 júlí 1936 og lauk 14 febrúar 1939.  Skipið kostaði 407,007,071,900.00  Krónur.  Skipafyrirtækið Blohm og Voss smíðaði skipið í Hamburg fyrir þýska sjóherinn og er þetta fyrirtæki ennþá til í dag. 

Um borð í skipinu var gert ráð fyrir 103 yfirmönnum og í kringum 2000 hermönnum.   

SERVICES

Þátttaka í Stríðinu

Sigling Bismarcks hófst þann 19 maí 1941.  Bismarck sigldi  milli Danmörku og Svíþjóðar.  Meðan Bismarck var hjá Svíþjóð sáu sænskar herflugvélar  Bismarck og Prince Eugen og létu Breta vita af að Bismarck væri að koma. Bismarck sigldi síðan þaðan til Íslands og fram hjá Grænlandi.Þann 23 maí 1941 sigldu  Bismarck og Prince Eugen fram hjá Íslandi og yfir Grænlandssundið.  Á  sama tíma sigldu líka HMS Hood og HMS Prince of Wales yfir Grænlandssundið.  Þann 24 maí 1941 klukkan 6 um morguninn kemur Hood auga á  Bismarck og byrjar að skjóta í áttina að  Bismarck. Bismarck sér Hood og byrjar þá  að skjóta til baka.  10 mínútum seinna  hitti Bismarck Hood.  Bismarck hitti beint í sprengiefnin um borð hjá Hood, og tók það bara Hood um 3 mínútur  að sökkva.  1415 breskir hermenn dóu og lifðu einungis 3 af árásina.  Prince of Walse sigldi í burtu.

ABOUT
PROJECTS

Endalok

Eftir að skipið Hood sökk skipaði  Winston Churchill  öllum skipum  Breska hersins, sem voru á svæðinu,  að sökkva Bismarck.   Bismarck þurfti að sigla til Brest í Frakklandi til að láta laga skipið.  Stýrisblaðið í skipinu var bilað og var nauðsynlegt að láta laga það. Það lak einnig  olía úr Bismarck og það flæddi sjór inn í hita herbergið í skipinu.   Þann 24 maí 1941 hélt skipstjórinn um borð í Bismarck að Bretar hefðu gefist  upp á að reyna að finna það svo hann sendi skilaboð til Þýskalands en Bretarnir voru ennþá að elta hann og fengu skilaboðin.  Seinna þann dag sendu  Bretar út sjóflugvélar til að reyna að finna Bismarck.  Snemma um morguninn 25 maí kom flugvél Breska hersins auga á  Bismarck.  Bresk herskip sigldu þá í áttina að  Bismarck og byrjuðu að skjóta þegar þau voru komin nær.  Skipin byrjuðu að skjóta á hvort annað.  Eitt af skipunum hitti beint á dekkið á Bismarck og sprengdi það upp.  Skipstjórinn dó í sprengingunni og einnig flestir sem stjórnuðu Bismarck.  Hermennirnir um borð vissu ekki hvað þeir áttu að gera svo þeir héldu áfram að skjóta.  Bresku herskipin skutu að  Bismarck í 90 mínútur og var sjórinn í kringum Bismarck  byrjaður að sjóða.  Það tók Bismarck um 3 klukkutíma að sökkva.  Bresk herskip náðu aðeins að bjarga 111 manns af 2200 mann áhöfn .  Þeir voru svo hræddir um að þýskir kafbátar væru á leiðinni og þess vegna björguðu þeir ekki fleirum.  Bismarck liggur um það bil 4790 metra á hafsbotni.   Bismarck fannst á hafsbotninum þann 8 júní 1989 og var það Dr. Robert Ballard sem fann það.  En hann er helst þekktur fyrir að finna  Titanic.

CLIENTS
CONTACT
bottom of page